Ágæti þátttakandi
Könnun þessari er ætlað að kanna hver ímynd Vesturlands sé í augum íbúa annarra svæða á landinu. Íbúum (18 ára og eldri) á höfuðborgarsvæðinu, Vestfjörðum, Norðurlandi vestra, Norðurlandi eystra, Austurlandi, Suðurlandi og Suðurnesjum er boðið að taka þátt. Ef þú býrð á Vesturlandi, eða ert yngri en 18 ára, biðjum við þig um að loka þessari könnun núna.
Könnunin er gerð að tilhlutan Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi og Háskólans á Bifröst sem annast verkið. Þátttakendum er boðið að taka þátt í gjafaleik í lok könnunarinnar. Þrír heppnir þátttakendur munu vinna veglega vinninga.
Í pottinum eru tveir miðar í Sky Lagoon, útreiðartúr fyrir tvo hjá Fjeldsted Hestum í Borgarfirði og tveir miðar í River rafting hjá Bakkaflöt Tours í Skagafirði.
Það skiptir mjög miklu fyrir gildi rannsóknarinnar að fá sem allra flest svör. Öll svör eru jafn mikilvæg, hvort heldur sem þú þekkir mikið eða lítið til á Vesturlandi. Við framkvæmd rannsóknarinnar er í hvívetna farið að ákvæðum laga um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga (nr. 90, 27. júní 2018) og verður tryggt að ekki verði á nokkurn hátt unnt að rekja niðurstöður til einstakra þátttakenda.
Ef þú hefur einhverjar spurningar varðandi könnunina er þér velkomið að hringja í Bjarka Þór Grönfeldt hjá Háskólanum á Bifröst í síma 433 3000 eða senda tölvupóst á bjarkig@bifrost.is.
Með ósk um jákvæð viðbrögð,
Vífill Karlsson, sérfræðingur hjá Samtökum sveitarfélaga á Vesturlandi og prófessor við Háskólann á Bifröst

There are 32 questions in this survey.